Lýður Geir hefur haft áhuga á myndvinnslu og ljósmyndun alveg frá fermingaraldri. Ungur byrjaði hann á Ljósmyndastofu Suðurlands þar sem hann sá um framkallanir og passamyndartökur. Þar með var starfsvettvangur hans festur niður.
Í 9 ár vann Lýður við myndvinnslu hjá útgáfufyrirtækinu Fróða sem heitir í dag Birtíngur. Við myndvinnslu þar hefur hann unnið með mörgum af færustu tísku- og tímaritaljósmyndurum á Íslandi sem margir hverjir hafa unnið til verðlauna fyrir ljósmyndir sínar.
Einnig sá Lýður um að gæðin og gæðaeftirlitið í myndvinnslu væru ekki síðri en hjá þekktustu tímaritum erlendis.
Eftir þennan langa tíma hjá Fróða lá leiðinn í nám í iðnskólanum í Ljósmyndum ásamt því að vera samningsbundin meistaranum Grími Bjarnassyni Ljósmyndara.
Frá áramótum 2007 hefur lýður verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari, rekið eigin ljósmyndastofu sem sinnir hverskonar myndatökum. Svosem , Barnamyndatökum, Bumbumyndatökum, Brúðarmyndatökur, Fermingarmyndatökum. Einnig tekur hann að sér ráðstefnu og veislumyndatökur.
í dag sérhæfir hann sig í Brúðarmyndatökum og leggur mikinn metnað í þær.
Lýður hefur einnig notað mikið reynslu sína frá því hann vann hjá Fróða og tekið að sér vörumyndatökur fyrir bæklinga, heimasíður eða auglýsingar.
Frá 1 apríl 2009. Keypti hann og yfirtók allan rekstur á Filmverk á Selfossi sem sérhæfir sig í framköllun og allri vinnslu tengt því ásamt því að yfirtaka Ljósmyndastofu Suðurlands sem hefur verið starfrækt frá árinu 1971. En því fylgir myndasafn frá þessum árum til dagsins í dag.